Ómótstæðilegur Depp.
Ómótstæðilegur Depp. — Reuters
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
KVIKMYNDATÍMARITIÐ hefur seinustu vikur staðið fyrir netkönnun á því hvaða kvikmyndastjörnur séu kynþokkafyllstar og liggja nú niðurstöður fyrir og koma kannski ekkert sérstaklega á óvart.
KVIKMYNDATÍMARITIÐ hefur seinustu vikur staðið fyrir netkönnun á því hvaða kvikmyndastjörnur séu kynþokkafyllstar og liggja nú niðurstöður fyrir og koma kannski ekkert sérstaklega á óvart. Megan Fox er í fyrsta sæti yfir leikkonur og Johnny Depp er kynþokkafyllstur karla.

Í öðru sæti yfir kynþokkafullar leikkonur er Angelina Jolie, í þriðja sæti Emma Watson, í fjórða Scarlett Johansson og í því fimmta Zoe Saldana. Hjá körlum er það Robert Pattinson sem lendir í öðru sæti, Robert Downey jr. í þriðja, Brad Pitt í fjórða og Christian Bale í fimmta. Listann allan má sjá á empireonline.com.