Frjáls-íþrótta-konan Þórdís Lilja Gísladóttir hlaut viður-kenningu frá Evrópska frjáls-íþrótta-sambandinu í Búdapest, fyrir einstakt framlag sitt til frjáls-íþrótta og nefnist viðurkenningin upp á enska tungu The European Athletics Women's Leadership...
Frjáls-íþrótta-konan Þórdís Lilja Gísladóttir hlaut viður-kenningu frá Evrópska frjáls-íþrótta-sambandinu í Búdapest, fyrir einstakt framlag sitt til frjáls-íþrótta og nefnist viðurkenningin upp á enska tungu The European Athletics Women's Leadership Award. Þetta er í fyrsta skipti sem hún er veitt en frjáls-íþrótta-sambandið vill vekja athygli á starfi kvenna innan frjáls-íþrótta í Evrópu. Þórdís bendir á að þrátt fyrir að kynja-hlutföll keppenda séu því sem næst jöfn séu ekki nema örfá prósent kvenna í nefndum og stjórnum hjá alþjóða-sambandinu og ólympíu-hreyfingunni.

Þórdís segir Ísland standa framar en fjöl-mörg önnur lönd þegar kemur að hlutfalli kvenna í nefndum og viður-kenningin verði hvatning til þess að halda áfram á sömu braut. „Ég tek við þessari viður-kenningu fyrir hönd allra þeirra kvenna sem lagt hafa sitt af mörkum,“ segir hún.