Kurt Sigurður Nielsen fæddist á Amager í Danmörku þ. 14. apríl 1946. Hann lést á sjúkrahúsinu í Silkiborg þ. 7. október sl. af völdum krabbameins.

Foreldrar hans voru Hougaard Nielsen sjómaður og Sigríður Sigurðardóttir verslunarkona.

Systur Kurt Sigurðar eru: Brynja Breiðfjörð Herbertsdóttir og Þórunn Huld Nielsen.

Hinn 15. apríl 1967 giftist Kurt Sigurður Fríðu G. Hafberg. Börn Kurt Sigurðar og Fríðu G. Hafberg eru: 1) Guðmundur Þór Sigurðsson. Eiginkona, Freyja Lárusdóttir. Börn, Andrea Jónsdóttir, Ívar Örn Guðmundsson og Alexandra Guðmundsdóttir. 2) Nína Rún Nielsen. Eiginmaður, Gunnar Rúnarsson. Barn, Axel Þór Gunnarsson.

Útför Kurt Sigurðar fer fram í kyrrþey fimmtudaginn 15. október í Horsens og verður hann jarðsettur í eystri kirkjugarðinum í Horsens.

mbl.is/minningar