Aðhaldssemi Lykilorð hjá Cameron.
Aðhaldssemi Lykilorð hjá Cameron.
FÁTT bendir til þess að bjart verði yfir bresku efnahagslífi á komandi misserum.
FÁTT bendir til þess að bjart verði yfir bresku efnahagslífi á komandi misserum. Gordon Brown forsætisráðherra hefur ekki átt sjö dagana sæla í embætti, óbeitin á honum og stjórn hans er raunar slík, að þorri manna virðist telja að stjórn íhaldsmanna verði a.m.k. ekki verri.

Cameron varkár í tali

David Cameron, formaður Íhaldsflokksins, hefur verið fremur varkár í tali, en þó boðaði hann það á landsfundi Íhaldsflokksins í síðustu viku að stjórn hans myndi einkennast af aðhaldssemi. Þeim fyrirætlunum hefur ekki verið illa tekið, en á hinn bóginn er langur vegur frá að efnahagstillögur íhaldsmanna hafi hrifið kjósendur með sér, um þær efast margir.

Stóra spurningin er þó ekki aðeins sú hvort Cameron og hans knáu sveinar hafi lausnir á takteinum, heldur máske fremur hvort það verði ef til vill um seinan. | 18