Búin á því Berrabah.
Búin á því Berrabah.
AMELLE Berrabah, ein söngkvenna sveitarinnar Sugababes, liggur nú á heilsuhæli eftir að hafa örmagnast, að sögn sveitarinnar. Mun álag seinustu mánaða hafa reynst henni erfitt en miklar deilur hafa verið innan sveitarinnar og mannaskipti.
AMELLE Berrabah, ein söngkvenna sveitarinnar Sugababes, liggur nú á heilsuhæli eftir að hafa örmagnast, að sögn sveitarinnar. Mun álag seinustu mánaða hafa reynst henni erfitt en miklar deilur hafa verið innan sveitarinnar og mannaskipti. Berrabah er því farin í frí í þrjár vikur, mun dvelja á heilsuhæli þann tíma og fara svo í Evrópuferð með stöllum sínum. Það þýðir að Sugababes koma ekki fram á hátíð Aire FM-stöðvarinnar í Leeds í dag.