Hildimundur Sæmundsson fæddist í Landakoti, Bessastaðahreppi þann 11.júní 1936. Hann lést þann 7.júlí 2009. Foreldrar hans voru Sæmundur Elías Arngrímsson, bóndi og Steinhildur Sigurðardóttir. Alsystkyni hans; Halldóra Málfríður, Jóanna, Sigurður Snæfell og Arngrímur Bergmann. Uppeldisbræður; Guðjón J. Brynjólfsson og Jóhannes E. Hjaltested. Hildimundur giftist 17.nóv. 1955 Aðalheiði Sigurdís Steingrímsdóttir. Aðalheiður er fædd 17.nóv. 1937. Eignuðust þau 4 börn; (1)Steingrímur fæddur 13.feb. 1956, (2)Steinhildur fædd 29.jan. 1960, gift Leifi Eysteinssyni. Börn þeirra; Guðmundur Örn f. 12.sept.1984, Heiðdís Ósk f. 8.mars 1988 unnusti hennar Davíð Þór Þorsteinsson, Elías Steinn f. 20.apríl.1992. (3)Kristín fædd 14.okt. 1964, sambýlismaður hennar Jón Unnar Gunnsteinsson, barn þeirra Gunnsteinn Hjalti f. 10.júní 2005. Fyrir átti Kristín með Kristni Arnarsyni Dís Bjarney f. 28.sept. 1990. Fyrir átti Jón Unnar, Magnús Guðberg og Margréti Unni. (4)Sæmundur fæddur 4.jan. 1973. Sambýliskona Nancy Rut Helgadóttir. Barn þeirra Alexander Esra f. 14.mars 2006. Hildimundur ólst upp í Landakoti.Hann lauk barnaskóla að Bjarnastöðum og gagnfræðaprófi frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. Hann var lengst af bóndi en var einnig bifreiðastjóri. Hann var fyrst bifreiðastjóri hjá Olíufélaginu, síðan hjá Grænmetisverslun landbúnaðarins og síðast var hann ráðherrabílstjóri þar til hann veiktist árið 1978 og var bundinn í hjólastól alla tíð síðan. Síðustu 12 árin dvaldi hann í Sjálfsbjargarheimilinu að Hátúni 12. Útför verður þriðjudaginn 21.júlí kl. 13:00 frá Breiðholtskirkju.

Tileinkað Mumma afa.

Andartökin gleypa tímann

og dagurinn í dag

er orðinn að gærdegi

og liðinn.

Ég mæti þér draumum mínum,

hlusta eftir þér í huganum

& en hví?

Ég sem hélt að þú myndir lifa að eilífu.

Hvar ert þú?

... ég sakna þín.

/

Er kominn tími til þess að kveðja?

Er kominn tími þess

að láta undan raunveruleikanum

og leyfa þér að fara?

Þú sem virðist ekki vera orðinn

að minningu ennþá,

því ég býst alltaf við því að sjá þig &

En hvar ert þú?

... ég sakna þín.


Heiðdís Ósk Leifsdóttir Steinhildardóttir