Gríma Thoroddsen húsmóðir fæddist í Reykjavík 9. júlí 1930. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 8. október síðastliðinn. oreldrar hennar voru Ingibjörg Tómasdóttir, f. 1905, d. 1962, og Bolli Thoroddsen þá bæjarverkfræðingur, f. 1901, d. 1974. Bræður hennar eru Bolli, kvæntur Ragnhildi Helgadóttur, Þorvaldur, kvæntur Guðrúnu Guðmundsdóttur, og Skúli, kvæntur Jórunni Tómasdóttur. Árið 1959 giftist Gríma Sumarliða Gunnarssyni vélstjóra, f. 1927. Þau eignuðust fimm börn: Gunnar Þorstein, maki, Birna Þórðardóttir, þau eiga þrjá syni. Ingibjörgu, maki Jarli Larsen, þau eiga þrjá syni. Kristínu, maki E. Roy Arris, eiga þrjú börn og eitt barnabarn. Ragnhildi, maki Sigurjón Kristjánsson, þau eiga fjögur börn. Ásthildi, maki Þröstur Elliðason, þau eiga þrjár dætur. Fyrri maður Grímu var Valdimar Kristjánsson, f. 1925, d. 1984, þau eignuðust þrjá syni, Kristján, f. 1947, d. 2006, börn hans eru tvö. Bolla Thor, f. 1950, maki Helga Guðjónsdóttir, þau eiga fjögur börn og eitt barnabarn. Þorvald Emil, f. 1954, d. 1986. Kristján á tvö barnabörn. Útför Grímu fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 16. október og hefst athöfnin kl. 14.

Elsku besta amma Gríma, það kemur yfir okkur sorgleg og jafnvel einmannaleg tilfinning að vita til þess að þú sért horfin héðan úr þessu lífi.

Vissulega varstu tilbúin til að fara og fá þína verðskulduðu hvíld, en það breytir því ekki að söknuðurinn ristir djúpt.

Þær eru margar góðar minningarnar sem við eigum af Vallargötunni, og úr Vík í Mýrdal. Hvernig þú tókst á móti stanslausum straum gesta með kræsingum, svörtum húmor og umbúðarlausum sannleikanum með smá Grímu-ívafi. Spáðir var í spil og bolla fyrir þá sem vildu og draumar ráðnir á færiböndum. Þú varst einstakur karakter og góð amma.

Við frændsystkinin munum vel hvað það var gott að kúra í ömmurúmi og finna lyktina af næturkreminu sem þú barst alltaf á þig áður en þú sóttir eyrnatappana og eyrnaskjólin svo þú gætir sofið fyrir hrotunum í afa.

Hvernig er hægt að gleyma morgunstundum, þar sem hlustað var á ljúfa tóna Gufunnar yfir heitu kakói og ristuðu brauði með bestu heimagerðu kæfu í heimi. Eða skemmtilegu gönguferðum með Jössu á Berginu og öllum sundferðunum í gömlu sundlauginni, þar sem þú kenndir okkur að synda langt á undan jafnöldrum okkar.

Við fengum jafnvel að hjálpa þér með spjöldin á bingókvöldunum í Stapanum og þvælast fyrir þér í vinnunni þegar þú varst að þrífa í Myllubakkaskóla. Það var auðvitað toppurinn á tilverunni.

Með auðmýkt hugsum við um sögurnar og vísurnar sem þú last fyrir okkur og kenndir með innlifun og þolinmæði. Barnslegt ímyndunaraflið var ávallt í háloftunum í kringum þig, og það iljar sálinni að geta leitað í þær minningar.

Ljósið kemur langt og mjótt

logar á fífustöngum

Halla kerling fetar fljótt

framan eftir göngum.

Þú varst alvöru manneskja með alvöru karakter. Minningar um manngerð þína og svarta Vallagötuhúmorinn munu aldrei líða okkur úr minni. Þín verður sárt saknað en það veitir okkur huggun að vita af þér á betri stað þar sem vel hefur verið tekið á móti þér. Við vitum að þú munt fylgjast með og vernda okkar úr fjarska og við sendum þér góða strauma til baka.

Bless elsku amma okkar og megi Guð geyma þig.

Arnar og Begga

Arnar og Begga.

Elsku besta amma Gríma, það kemur yfir okkur sorgleg og jafnvel einmannaleg tilfinning að vita til þess að þú sért horfin héðan úr þessu lífi.

Vissulega varstu tilbúin til að fara og fá þína verðskulduðu hvíld, en það breytir því ekki að söknuðurinn ristir djúpt.

Það er ekki orðum aukið að þú hafir verið ein af þeim manneskjum sem hafðir hvað mestu og bestu áhrif á líf okkar frændsystkinanna.

Á uppvaxtar- og mótunarárunum fengum við að eyða miklum tíma með þér og erum ævinlega þakklát fyrir þær stundir og allar þær góðu minningar sem við geymum í hjörtum okkar, svo lengi sem við lifum.

Eins og allar yndislegu minningarnar úr Vík í Mýrdal, til dæmis þegar þú sagðir okkur að Reynisdrangar væru tröllskessur sem hefðu orðið að steinum við sólarupprás og auðvitað trúðum við hverju orði.

Við efuðumst til að mynda aldrei um tilvist góðu nornarinnar sem bjó í litla húsinu sem hékk fyrir ofan eldhúsborðið og fylgdist með því hvort við borðuðum ekki örugglega allan matinn okkar, sem við auðvitað gerðum því alltaf er ömmumaturinn bestur.

Húsið ykkar afa Summa á Vallargötunni hefur alla tíð verið eins og umferðarmiðstöð, enda alltaf vel tekið á móti gestum með kræsingum, svörtum húmor og umbúðarlausum sannleikanum með smá Grímu-ívafi. Spáð var í spil og bolla fyrir þá sem vildu og draumar ráðnir á færiböndum. Þú varst einstakur karakter og góð amma.

Við frændsystkinin munum vel hvað það var gott að kúra í ömmurúmi og finna lyktina af næturkreminu sem þú barst alltaf á þig, áður en þú sóttir eyrnatappana og eyrnaskjólin, svo þú gætir sofið fyrir hrotunum í afa.

Hvenig er hægt að gleyma morgunstundum, þar sem hlustað var á ljúfa tóna Gufunnar yfir heitu kakói og ristuðu brauði með bestu heimagerðu kæfu í heimi. Eða skemmtilegu gönguferðum með Jössu á Berginu og öllum sundferðunum í gömlu sundlauginni, þar sem þú kenndir okkur að synda langt á undan jafnöldrum okkar.

Við fengum jafnvel að hjálpa þér með spjöldin á bingókvöldunum í Stapanum og þvælast fyrir þér í vinnunni þegar þú varst að þrífa í Myllubakkaskóla. Það var auðvitað toppurinn á tilverunni.

Með auðmýkt hugsum við um sögurnar og vísurnar sem þú last fyrir okkur og kenndir með innlifun og þolinmæði. Barnslegt ímyndunaraflið var ávallt í háloftunum í kringum þig, og það iljar sálinni að geta leitað í þær minningar.

Ljósið kemur langt og mjótt
logar á fífustöngum
Halla kerling fetar fljótt
framan eftir göngum.

(Íslensk þjóðvísa.)

Það er engin manneskja sem kemst í líkingu við þig, elsku amma. Þú varst alvöru manneskja með alvöru karakter. Minningar um manngerð þína og svarta Vallargötuhúmorinn munu aldrei líða okkur úr minni.

Þín verður sárt saknað en það veitir okkur huggun að vita af þér á betri stað þar sem vel hefur verið tekið á móti þér. Við vitum að þú munt fylgjast með og vernda okkur úr fjarska og við sendum þér góða strauma til baka.

Bless elsku amma og megi Guð geyma þig.

Arnar Fells Gunnarsson, Bergþóra Þorsteinsdóttir.