10. nóvember 2009 | Íþróttir | 162 orð | 1 mynd

Darrell Flake til Grindavíkur

BANDARÍSKI körfuboltamaðurinn Darrell Flake er væntanlegur til Íslands í dag en hann hefur samið við úrvalsdeildarlið Grindavíkur.
BANDARÍSKI körfuboltamaðurinn Darrell Flake er væntanlegur til Íslands í dag en hann hefur samið við úrvalsdeildarlið Grindavíkur. Flake, sem er 29 ára gamall, er vel þekkt stærð í íslenskum körfubolta en hann hefur leikið með KR, Fjölni, Skallagrími og Tindastóli í efstu deild.

Grindvíkingar létu Amani Bin Daanish fara frá liðunu á dögunum en bandaríski miðherjinn samdi við Tindastól í kjölfarið. Grindavík hefur tapað þremur deildarleikjum í röð en Flake verður líklega komin með leikheimild þegar Grindavík leikur gegn Breiðabliki á útivelli á fimmtudaginn. „Við vitum hvað Flake getur og þrátt fyrir að hann sé aðeins rétt um 1,95 m á hæð er hann ótrúlega flinkur að koma boltanum ofan í körfuna í vítateignum. Ég hef skoðað marga leikmenn á undanförnum dögum og Flake er einn af þeim. Hann þarf tíma til þess að komast í leikæfingu og ég geri mér grein fyrir því að það gæti tekið nokkrar vikur,“ sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, í samtali við Morgunblaðið í gær. seth@mbl.is

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.