Breki Karlsson
Breki Karlsson
BREKI Karlsson er nú staddur í Washington í Bandaríkjunum, þar sem hann tekur þátt í vinnustofu Alþjóðabankans um framtíð fjármálalæsis í heiminum.
BREKI Karlsson er nú staddur í Washington í Bandaríkjunum, þar sem hann tekur þátt í vinnustofu Alþjóðabankans um framtíð fjármálalæsis í heiminum. Alþjóðabankinn býður 40 helstu sérfræðingum heims að taka þátt í vinnustofunni og segir Breki aðspurður það mikinn heiður að vera á meðal þeirra, ekki síst þar sem hann er eini þátttakandinn af Norðurlöndunum.

Þátttaka Breka helgast af því að hann gerði rannsókn á fjármálalæsi Íslendinga í haust. Rannsóknin, sem menntamálaráðuneytið og Samtök fjárfesta kostuðu, var þýdd yfir á ensku og barst til OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar.

Stofnunin valdi hana á meðal 12 bestu rannsókna sem gerðar hafa verið. Rannsóknin fjallar um það hvernig móta megi fjármálarannsóknarstaðal, svo hægt sé að bera saman fjármálalæsi milli landa. Í erindi sínu mun Breki fjalla um sama efni. ivarpall@mbl.is