26. mars 1994 | Menningarlíf | 184 orð

Konungsríkin Elgaland - Vargaland

Konungsríkin Elgaland - Vargaland OPINBER vígsluhátíð sendiráðs Elgalands - Vargalands í Reykjavík fer fram í dag, laugardag. Athöfnin hefst kl. 16 og fer fram í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b, Reykjavík. ð því tilefni komu Leif Elggren & C.M.

Konungsríkin Elgaland - Vargaland

OPINBER vígsluhátíð sendiráðs Elgalands - Vargalands í Reykjavík fer fram í dag, laugardag. Athöfnin hefst kl. 16 og fer fram í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b, Reykjavík.

ð því tilefni komu Leif Elggren & C.M. Von Hausswolff til Íslands, konungar þessara ríkja, en þeim er boðið til opinberrar vígsluhátíðar. Jafnframt verða til sýnis opinber tákngildi ríkjanna í setustofu safnsins. Sýningin varir einungis í einn dag. Elgaland - Vargaland hefur í stjórnarskrá sinni eftirfarandi ákvæði:

Frá og með hinum 14. mars 1992 tökum vér yfir og ráðum eftirfarandi svæðum:

1. Sérhverju landsvæði á milli landamæra allra landa á jörðinni og hverju hafsvæði (allt að 10 sjómílum á breidd), utan landhelgi hvers lands. Þessi svæði útnefnum vér sýnilegt yfirráðasvæði vort.

2. Andlegum og næmum svæðum, svo sem Hinu huglæga ástandi (borgaralegt), Flóttasvæðunum (borgaralegt), og Sýndarrýminu (stafrænt).

Þann 27. maí 1992 kl. 12 kunngerðum vér tilvist ríkisins Elgalands - Vargalands.

Minnt er á að 27. mars lýkur sýningu 24 myndlistarmanna á verkum unnum til heiðurs Jóni Gunnari Árnasyni.

Safnið er opið daglega á sýningartímum frá kl. 14­18.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.