ALLS kusu 5.876 Reykvíkingar í netkosningu um forgangsröðun fjármuna til nýframkvæmda og viðhaldsverkefna í hverfum Reykjavíkurborgar. Kosningunni er nú lokið og 6,2% kosningabærra Reykvíkinga tóku þátt í henni.

ALLS kusu 5.876 Reykvíkingar í netkosningu um forgangsröðun fjármuna til nýframkvæmda og viðhaldsverkefna í hverfum Reykjavíkurborgar. Kosningunni er nú lokið og 6,2% kosningabærra Reykvíkinga tóku þátt í henni.

Íbúar í átta hverfum af tíu settu verkefni í flokknum Umhverfi og útivist efst í forgangsröð. Aðrir flokkar voru Leikur og afþreying og Samgöngur.

Alls verður 100 milljónum króna varið til þeirra verkefna sem kosið var um og fjármunum skipt á milli hverfa í samræmi við fjölda íbúa. Verkefnin tóku mið af ábendingum íbúa, hverfaráða og íbúasamtaka, en flestar óskir og ábendingar sem Reykjavíkurborg berast snerta smærri nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni í hverfum.