Íslensk erfðagreining.
Íslensk erfðagreining. — Morgunblaðið/Júlíus
DÓMSTÓLL í Delaware í Bandaríkjunum hefur samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins vísað á bug umkvörtunum um hugsanlegar greiðslur sem ráðgert er að þrotabú deCode greiði fjárfestingasjóðunum ARCH Venture Partners og Polaris Venture Partners ef ekkert...

DÓMSTÓLL í Delaware í Bandaríkjunum hefur samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins vísað á bug umkvörtunum um hugsanlegar greiðslur sem ráðgert er að þrotabú deCode greiði fjárfestingasjóðunum ARCH Venture Partners og Polaris Venture Partners ef ekkert verður að kaupum þeirra á Íslenskri erfðagreiningu.

Eins og Morgunblaðið greindi frá á dögunum, þá gerði Roberta DeAngelis, sem gætir hagsmuna þrotabúsins í umboði bandarískra stjórnvalda, athugasemdir við að væntanlegir kaupendur hafi nú þegar tryggð veð í þrotabúinu og séu auk þess meðal innherja í deCode og þar af leiðandi sé engin þörf að tryggja þeim mögulegar skaðabætur ef að kaupin ná ekki fram að ganga. Ennfremur telur hún að þetta fyrirkomulag kunni að draga úr áhuga annarra mögulegra kaupenda á eignum deCode. Dómstóll tók þessar athugasemdir ekki gildar og þar af leiðandi breytar þær engu um það samkomulag sem hefur náðst um kaup ARCH og Polaris á Íslenskri erfðagreiningu og tilkynnt var um í síðasta mánuði. Framhaldsmálsmeðferð á greiðslustöðvunarbeiðninni mun fara fram fyrir dómstóli í Delaware í næstu viku.

ornarnar@mbl.is