Hann er maður fjölhæfur, Krummi Björgvinsson , sem jafnan er kenndur við Mínus. Hann og félagi hans úr sveitinni Esju, Halldór Björnsson, hafa nú myndað með sér rafpoppsveit sem kallast Legend.
Hann er maður fjölhæfur, Krummi Björgvinsson , sem jafnan er kenndur við Mínus. Hann og félagi hans úr sveitinni Esju, Halldór Björnsson, hafa nú myndað með sér rafpoppsveit sem kallast Legend. Um er að ræða taktfasta sveit í anda Nine Inch Nails, Ultravox, Pet Shop Boys og Human League og segir í tilkynningu að sveitin fari helst ekki undir hundrað slög á mínútu þegar hún komi fram en hægt verður að sjá hana á Jól Jólsson 18. desember.