* Tónlistarmaðurinn Davíð Berndsen , sem notar eftirnafnið sem listamannsnafn, hefur sent frá sér breiðskífuna Lover in the Dark . Skífan sú er jafnframt sú síðasta sem útgáfan Borgin sendir frá sér fyrir jól, enda æði stutt til jóla.
* Tónlistarmaðurinn Davíð Berndsen , sem notar eftirnafnið sem listamannsnafn, hefur sent frá sér breiðskífuna Lover in the Dark . Skífan sú er jafnframt sú síðasta sem útgáfan Borgin sendir frá sér fyrir jól, enda æði stutt til jóla. Berndsen ku sækja í fortíðina í tónlist sinni, þá er einkenndi 9. áratug síðustu aldar. Lover in the Dark var unnin í samstarfi við Hermigervil en á henni er að finna popp undir sterkum áhrifum frá synthapopptónlist 9. áratugs síðustu aldar, m.a. O.M.D, Ultravox og Pet Shop Boys.