Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, fagnaði ótrúlegum 27:24-sigri í gær með liði sínu á heimsmeistaramótinu í Kína gegn Spánverjum.
Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, fagnaði ótrúlegum 27:24-sigri í gær með liði sínu á heimsmeistaramótinu í Kína gegn Spánverjum. Með sigrinum tryggði ólympíu- og Evrópumeistaralið Noregs sér sæti í undanúrslitum en Noregur var sex mörkum undir í hálfleik, 14:8. „Í síðari hálfleik fórum við að brosa og hafa gaman af því að spila handbolta. Sex marka munur er ekki neitt í handbolta,“ sagði Þórir við Aftenposten.