FORSETAEMBÆTTIÐ greiddi tæplega 1,6 milljónir króna fyrir sérstök verkefni frá því í lok júní 2008 til dagsins í dag og þar af fékk félag aðstoðarmanns utanríkisráðherra um eina milljón króna.

FORSETAEMBÆTTIÐ greiddi tæplega 1,6 milljónir króna fyrir sérstök verkefni frá því í lok júní 2008 til dagsins í dag og þar af fékk félag aðstoðarmanns utanríkisráðherra um eina milljón króna.

Þetta kom fram í svari frá skrifstofu forseta Íslands til forsætisráðherra vegna fyrirspurnar Eyglóar Harðardóttur, þingmanns Framsóknarflokksins.

Greiðslur til Alþjóðavers í eigu Kristjáns Guy Burgess, aðstoðarmanns utanríkisráðherra, námu samtals 1.020.900 kr. vegna þriggja verkefna. Þýðingarstofa JC ehf., Skjal ehf. og Pétur Rasmussen þýðandi fengu samtals um 570 þúsund kr. á umræddu tímabili fyrir þýðingar texta, ráðgjöf og yfirlestur texta á erlendum tungumálum.