Ráðuneytin greiddu samtals um 150 milljónir króna í sérverkefni frá 1. febrúar til dagsins í dag. Þar af lagði fjármálaráðuneytið út um 40 milljónir og forsætisráðuneytið um 18 milljónir.
Capacent Glacier hf. fékk um 3,6 milljónir kr. fyrir mat á ríkisábyrgð í tengslum við Icesave og Helgi Áss Grétarsson um eina milljón fyrir gerð lagafrumvarps um ríkisábyrgðir vegna Icesave. Þá var Karli Th. Birgissyni greitt fyrir Morgunblaðsgrein.
Alþjóðaver í eigu Kristjáns Guy Burgess, aðstoðarmanns utanríkisráðherra, fékk um eina milljón frá forsetaembættinu fyrir sérverkefni frá því í lok júní 2008. 4