ÚT er komin Krossgátubók ársins 2010, en þessi bók hefur verið gefin út fyrir jólin um langt árabil. Að þessu sinni er bókin 68 blaðsíður að stærð og er þar að finna krossgátur á nær öllum síðum.

ÚT er komin Krossgátubók ársins 2010, en þessi bók hefur verið gefin út fyrir jólin um langt árabil.

Að þessu sinni er bókin 68 blaðsíður að stærð og er þar að finna krossgátur á nær öllum síðum. Ráðningar á annarri hverri gátu er að finna aftast í bókinni.

Ó.P. útgáfa prentstofa ehf. gefur bókina út og ábyrgðarmaður er Ólafur Pálsson. Eins og fyrri ár prýðir teikning eftir Brian Pilkington forsíðuna og að þessu sinni er Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra að ráða krossgátu og í bakgrunni má sjá Steingrím J. Sigfússon. Krossgátubók ársins 2010 fæst í öllum helstu bókabúðum og söluturnum landsins. Þar eru einnig til sölu aðrar krossgátubækur, sem fyrirtækið gefu út.