Á Alþingi í gær var Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra m.a. spurð hvort hún hygðist láta rannsaka svokallaðar „bullundirskriftir“ á undirskriftalista gegn Icesave-frumvarpinu og hvort uppruni þeirra væri í ríkum mæli m.a.

Á Alþingi í gær var Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra m.a. spurð hvort hún hygðist láta rannsaka svokallaðar „bullundirskriftir“ á undirskriftalista gegn Icesave-frumvarpinu og hvort uppruni þeirra væri í ríkum mæli m.a. úr tölvukerfi Ríkisútvarpsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá RÚV.

„Í dag kallar svo leiðarahöfundur Morgunblaðsins eftir tafarlausri „...opinberri lögreglurannsókn...“ á málinu.

Af þessu tilefni spurði Ríkisútvarpið skipuleggjendur undirskriftasöfnunarinnar hversu margar „bullundirskriftir“ hefðu komið frá IP-tölum RÚV og svarið var „þrjár eða fjórar“. Í ljósi þessara upplýsinga sér RÚV ekki tilefni til frekari aðgerða í málinu,“ að því er segir í tilkynningu frá RÚV.