[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Erkifjendurnir á Suðurnesjum, grannarnir Keflavík og Njarðvík , mætast í átta liða úrslitunum í bikarkeppni karla í körfuknattleik, Subwaybikarnum, en dregið var í karla- og kvennaflokki í gær.

Erkifjendurnir á Suðurnesjum, grannarnir Keflavík og Njarðvík , mætast í átta liða úrslitunum í bikarkeppni karla í körfuknattleik, Subwaybikarnum, en dregið var í karla- og kvennaflokki í gær.

Stórleikurinn í kvennaflokki verður viðureign Keflavíkur og Hamars . Bæði bikarmeistaraliðin eru þegar fallin úr keppni, karlalið Stjörnunnar og kvennalið KR .

Stefanía Aradóttir setti Íslandsmet í 13-14 ára flokki með kvennasleggju (4 kg) á vetrarkastmóti UMSE/UFA sem haldið var á Hrafnagili . Stefanía kastaði 34,73 m og bætti gamla metið sem var í eigu Eirar Starradóttur um tæpa fimm metra.

A llen Iverson og félagar hans í Philadelphia 76'ers náðu að stöðva 12 leikja taphrinu liðsins í NBA-deildinni í fyrrinótt. Iverson skoraði 20 stig í 117:101-sigri liðsins gegn Golden State Warriors . Boston Celtics hélt áfram sigurgöngu með því að leggja Memphis Grizzlies á útivelli, 110:105. Þriggja stiga karfa frá Ray Allen undir lokin tryggði liðinu sigur í hörkuleik. Memphis hefur verið á góðri siglingu undanfarið og hafði unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum. Boston hefur nú unnið 20 leiki af 24 í deildinni á tímabilinu.

Fjárfestingafélag frá Michigan í Bandaríkjunum hefur selt 15% hlut í NBA-liðinu Cleveland Cavaliers . Kenny Huang er forsvarsmaður hópsins sem keypti hlutinn en eigendurnir eru frá Asíu og er þetta í fyrsta sinn sem fjárfestar frá Asíu eignast stóran hlut í NBA-liði.

D idier Drogba framherji Chelsea meiddist á æfingu í gær og ríkir óvissa með þátttöku hans í leiknum gegn Portsmouth í kvöld. Fílabeinsstrendingurinn fékk þungt högg á bakið. Hermann Hreiðarsson og samherjar hans sækja toppliðið heim á Stamford Bridge og um næstu helgi tekur Portsmouth á móti Liverpool.

Hinn hálfíslenski Hans Lindberg , landsliðsmaður Dana, skoraði fjögur af mörkum Hamburg þegar liðið burstaði Balingen-Weilstetten , 38:23, í 16-liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í handbolta í gærkvöldi. Sömu úrslit urðu í viðureign Göppingen og Concordia Delitzsch þar sem fyrrnefnda liðið fagnaði sigri.