STEINGRÍMUR J. Sigfússon fjármálaráðherra segist í samtali við sjónvarpsfréttir mbl.is undrast mjög orð Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, um að ríkisstjórnin vinni ekki með samtökunum. „Ég er hissa á þessu, m.a.

STEINGRÍMUR J. Sigfússon fjármálaráðherra segist í samtali við sjónvarpsfréttir mbl.is undrast mjög orð Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, um að ríkisstjórnin vinni ekki með samtökunum.

„Ég er hissa á þessu, m.a. vegna þess að við áttum góðan fund með honum og fleiri aðilum í gærmorgun [mánudag] þar sem verið var að ræða ýmis mál og vinna að lausn þeirra. Auðvitað gengur ýmislegt á í þessum samskiptum eins og verða vill, en í það heila tel ég að þetta gangi vel og það eru allir að vinna að sameiginlegum markmiðum. Og þó að stundum beri eitthvað í milli þá eiga menn nú miklu meira sameiginlegt í þessu samstarfi.“