Kristinn Jakobsson
Kristinn Jakobsson
ALÞJÓÐA knattspyrnusambandið, FIFA, hefur staðfest íslensku tilnefningarnar á FIFA-listann yfir dómara og aðstoðardómara fyrir árið 2010.

ALÞJÓÐA knattspyrnusambandið, FIFA, hefur staðfest íslensku tilnefningarnar á FIFA-listann yfir dómara og aðstoðardómara fyrir árið 2010. Þá hefur íslenskur dómari í fyrsta skipti fengið réttindi til að dæma í Futsal, innanhússknattspyrnu, á alþjóðavettvangi.

Tvær breytingar eru á hópi FIFA-dómara Íslands en þeir Þorvaldur Árnason og Þóroddur Hjaltalín koma í staðinn fyrir Garðar Örn Hinriksson og Jóhannes Valgeirsson. Gunnar Sverrir Gunnarsson kemur á ný inn á lista yfir FIFA-aðstoðardómara og nýr Futsaldómari Íslands er Andri Vigfússon.

Dómaralistinn í heild er þannig:

FIFA-dómarar: Kristinn Jakobsson, Magnús Þórisson, Þorvaldur Árnason, Þóroddur Hjaltalín.

FIFA-aðstoðardómarar, karlar: Áskell Þór Gíslason, Frosti Viðar Gunnarsson, Gunnar Sverrir Gunnarsson, Jóhann Gunnar Guðmundsson, Oddbergur Eiríksson, Ólafur Ingvar Guðfinnsson, Sigurður Óli Þórleifsson. FIFA-aðstoðardómari, konur: Bryndís Sigurðardóttir.

Futsaldómari: Andri Vigfússon.