Halldór Hermannsson Eldhress Vestfirðingur.
Halldór Hermannsson Eldhress Vestfirðingur.
IMBINN.IS er nýr vefur Janusar Braga Jakobssonar heimildargerðarmanns. Janus útskrifaðist frá Danska kvikmyndaskólanum síðastliðið vor og fljótlega uppúr því kviknaði hugmyndin um Imbann.

IMBINN.IS er nýr vefur Janusar Braga Jakobssonar heimildargerðarmanns. Janus útskrifaðist frá Danska kvikmyndaskólanum síðastliðið vor og fljótlega uppúr því kviknaði hugmyndin um Imbann.

„Ég talaði mikið við Mugison og Rúnu konuna hans og konuna mína, Tinnu Ottesen. Rúnu og Mugison, sem búa hérna fyrir vestan, hefur lengi fundist vanta eitthvað fyrir fólk á dvalarheimilum. Það er útvarp og sjónvarp seinna á daginn, en það vantar einhverja meiri afþreyingu, en þetta hefur nú þróast aðeins og höfðar til allra,“ segir Janus. Vefsíðan sýnir stuttar heimildarmyndir Janusar þar sem hann talar við vestfirskt fólk.

„Þetta er á sama tíma söfnun á sögum og heimildum um Vestfirði. Þessi staður hefur alltaf heillað mig, þetta er afskekkt og á mörgum stöðum er ekki mikið um byggð og er þar af leiðandi ósnert, maður býr öðruvísi hérna.“

Janus Bragi lýsir því hvernig orðatiltækið maður er manns gaman á vel við á Vestfjörðum. „Fólk þekkist mikið, það er ekki alltaf tækifæri til að fara í leikhús eða bíó þannig að það er því vant að skemmta sér og öðrum sjálft.“

-Stendur til að gera eitthvað líkt þessu í fleiri landshlutum?

„Það kemur vel til greina, allir landshlutar hafa eitthvað upp á að bjóða, einhver einkenni. Það myndi gefa mér tækifæri til að kynnast nýju fólki og ferðast,“ segir hann að lokum.

kristrun@mbl.is