Jens Lehmann
Jens Lehmann
OLIVER Kahn fyrrum landsliðsmarkvörður Þjóðverja í knattspyrnu er þeirrar skoðunar að Jens Lehmann markvörður Stuttgart ætti þegar í stað að leggja hanskana á hilluna í stað þess að bíða með að gera það í lok leiktíðar.

OLIVER Kahn fyrrum landsliðsmarkvörður Þjóðverja í knattspyrnu er þeirrar skoðunar að Jens Lehmann markvörður Stuttgart ætti þegar í stað að leggja hanskana á hilluna í stað þess að bíða með að gera það í lok leiktíðar. Lehmann er samningsbundinn Stuttgart fram til 30. júní á næsta ári en þessi skrautlegi og skapstóri markvörður hefur verið töluvert í fréttum fyrir misgóða hluti og það ekki í fyrsta sinn á ferlinum. Um síðustu helgi var honum vísað af velli fyrir að traðka á framherja Mainz þegar skammt var til leiksloka og í kjölfarið var honum vísað af velli.

,,Ég held að það væri best fyrir hann að hætta núna,“ sagði Kahn í viðtali við þýska blaðið AZ en þeir Kahn og Lehmann elduðu oftar en ekki grátt silfur saman þegar þeir kepptu um landsliðsmarkvarðarstöðuna.

Lehmann komst í fyrirsagnir blaðanna á dögunum þegar han gagnrýndi forráðamenn Stuttgart fyrir að reka þjálfarann Marcus Babbel og þá sást til markvarðarins lauma sér bakvið auglýsingaskilti og kasta af sér vatni í miðjum leik í Meistaradeildinni í síðustu viku. ,,Jens er góður markvörður en hann er ekki hjálpa til í því ástandi sem ríkir hjá Stuttgart og forráðamenn liðsins verða að velta því fyrir sér hvort það sé hagur fyrir félagið að hafa hann áfram eða hvort þeir vilji að hann skemmi enn frekar fyrir því,“ sagði Kahn. gummih@mbl.is