Góð gjöf Fulltrúar hjálparsamtaka taka við hinni höfðinglegu gjöf.
Góð gjöf Fulltrúar hjálparsamtaka taka við hinni höfðinglegu gjöf.
VINNSLUSTÖÐIN í Vestmannaeyjum afhenti í fyrradag Fjölskylduhjálp Íslands og Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur að gjöf samtals 900 kíló af humri til dreifingar meðal skjólstæðinga samtakanna fyrir jólin.

VINNSLUSTÖÐIN í Vestmannaeyjum afhenti í fyrradag Fjölskylduhjálp Íslands og Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur að gjöf samtals 900 kíló af humri til dreifingar meðal skjólstæðinga samtakanna fyrir jólin. Landsflutningar-Samskip tóku að sér að flytja humarinn til Reykjavíkur endurgjaldslaust.

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir að margir starfsmenn Vinnslustöðvarinnar hafi kynnst atvinnuleysi og erfiðleikum þegar fyrirtækið átti í rekstrarvanda með tilheyrandi uppsögnum fyrir rúmum áratug. Þeir geti því auðveldlega sett sig í spor fólks sem hefur þolað tekjufall, atvinnumissi og erfiðleika í kjölfar efnahagshrunsins.