Stjórnandinn Stefán S. Stefánsson.
Stjórnandinn Stefán S. Stefánsson.
STÓRSVEIT Reykjavíkur heldur sína árlegu jólatónleika í kvöld, miðvikudaginn 16. desember kl. 20.30, í Ráðhúsi Reykjavíkur. Flutt verður fjölbreytt dagskrá jólatónlistar í djassútsetningum, innlendum og erlendum, nýjum og gömlum.
STÓRSVEIT Reykjavíkur heldur sína árlegu jólatónleika í kvöld, miðvikudaginn 16. desember kl. 20.30, í Ráðhúsi Reykjavíkur. Flutt verður fjölbreytt dagskrá jólatónlistar í djassútsetningum, innlendum og erlendum, nýjum og gömlum. Stjórnandi á þessum tónleikum verður Stefán S. Stefánsson. Einsöngvari og sérstakur gestur stórsveitarinnar verður Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill. Fólki er bent á að mæta tímanlega því aðsókn hefur verið mikil á jólatónleika Stórsveitarinnar undanfarin ár.