ÍSLENSK félagslið fá alls rúmar 180 milljónir króna í tekjur af þátttöku í Evrópumótunum í knattspyrnu á þessu ári. Þar af fá Íslandsmeistarar FH þriðjunginn, um 60 milljónir króna.

ÍSLENSK félagslið fá alls rúmar 180 milljónir króna í tekjur af þátttöku í Evrópumótunum í knattspyrnu á þessu ári. Þar af fá Íslandsmeistarar FH þriðjunginn, um 60 milljónir króna.

Liðin sem tóku þátt í Evrópukeppni fá langmest í sinn hlut en öll lið efstu deildar karla njóta einhvers hluta af þeim mikla hagnaði sem er af Meistaradeild Evrópu og Evrópudeild UEFA.

FH-ingar fá 60 milljónirnar enda þótt þeir hafi fallið út á fyrstu hindrun í forkeppni Meistaradeildar Evrópu, gegn Aktobe frá Kasakstan.

Fram og KR fá um 33 milljónir króna hvort félag en bæði komust í gegnum eina umferð í forkeppni Evrópudeildar UEFA. Fram sló út The New Saints frá Wales en tapaði fyrir Sigma Olomouc frá Tékklandi og KR-ingar slógu út Larissa frá Grikklandi en féllu síðan út gegn Basel frá Sviss.

Keflvíkingar fá 16 milljónir króna í sinn hlut en þeir féllu út í fyrstu umferð í Evrópudeild UEFA, gegn Valletta frá Möltu.

Til viðbótar við þetta leggur KSÍ fram 33 milljónir króna til félaga með barna- og unglingastarf og framlög UEFA og KSÍ til félaganna þetta árið nema því um 213 milljónum króna. Það er umtalsverð hækkun en á árinu 2008 voru þetta 166 milljónir króna. vs@mbl.is