Helgi Fer hamförum í myndbandinu við lagið Flottastur á Facebook.
Helgi Fer hamförum í myndbandinu við lagið Flottastur á Facebook.
ÁSDÍS RÁN og Jóhanna Sigurðar-dóttir á Facebook eru meðal umfjöllunarefna Helga Jeans Claessen í nýju rapplagi hans Flottastur-@feisbúkk.

ÁSDÍS RÁN og Jóhanna Sigurðar-dóttir á Facebook eru meðal umfjöllunarefna Helga Jeans Claessen í nýju rapplagi hans Flottastur-@feisbúkk.

Helgi gaf nýlega út bókina Flottastur@feisbúkk ásamt Sölva Tryggvasyni sem fjallar um hvernig fólk kýs að lifa lífinu á samskipta-vefnum Facebook.

– Er þetta í fyrsta skipti sem þú rappar?

„Sástu ekki Ice Ice Iceland?“ spyr Helgi hneykslaður á móti.

– Nei, reyndar ekki.

„Ertu ekki að grínast? Ég gerði það í snemma í sumar, það er hægt að sjá það líka á youtube.com.“

Helgi samdi textann í nýja laginu en fékk Snorra Snorrason, fyrrverandi Idol-stjörnu, til að semja lagið. Textinn lýsir meðal annars þeirri tilfinningaflækju og vanlíðan sem Facebook-notandinn gengur í gegnum þegar hann uppfærir stöðuna en fær engin viðbrögð annarra notenda.

– Ertu að lýsa þínum tifinningum í textanum? „Já, þetta er harmsaga ævi minnar. Nei nei, þetta er ábyggilega tilfinning sem margir kannast við, þegar þú setur eitthvað inn og enginn svarar. Það er svo óþægileg þögn. Þá kemur í ljós að fólk er í raun að biðja um eitthvað meira en að láta aðra vita, það þarf að fá viðbrögð frá fólki,“ segir rapparinn og rithöfundurinn.

„Svo persónugeri ég þetta meira í lok lagsins, er með smáskot á fræga fólkið. Set pólitíkusana í samhengi við þetta samfélag. Það er nefnilega svo skrýtið við facebook að það eru allir þarna og enginn betri en annar, einkalíf fólks hefur minnkað, allir eru jafnir. Það á enginn eitthvað flottari facebooksíðu en annar. Kannski fleiri vini en sá næsti, það er eiginlega það eina, en annars er engin aðgreining.“

Lagið fer væntanlega í spilun í útvarpi á næstunni, en annars er hægt að hlusta á það og sjá myndbandið á YouTube.com. kristrun@mbl.is