ÍSLENSKA sjómannaalmanakið 2010 er komið út. Þetta nýja almanak byggir á traustum grunni og kemur út núna í 85. sinn. Í Sjómannalmanakinu 2010 eru vel á annað þúsund myndir af skipum og bátum.

ÍSLENSKA sjómannaalmanakið 2010 er komið út. Þetta nýja almanak byggir á traustum grunni og kemur út núna í 85. sinn. Í Sjómannalmanakinu 2010 eru vel á annað þúsund myndir af skipum og bátum. Þar er einnig að finna upplýsingar um aflaheimildir, hafnaskrá, sjávarföll, vitaskrá, sólartöflur og auk þess upplýsingar eins og lög og reglur sem snúa að veiðum ásamt mörgu öðru. Íslenska Sjómannaalmanakið 2010 er rúmlega 800 síður að stærð og útgefandi Myllusetur ehf, ritstjóri Sævar Helgason og auglýsingastjóri Sverrir Heimisson.

Hægt er að panta Íslenska sjómannaalmanakið á www.skip.is