6. janúar 2010 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Víkingur Heiðar hlaut bjartsýnisverðlaunin

Heiður Víkingur tekur við verðlaununum úr hendi forsetans Ólafs Ragnars.
Heiður Víkingur tekur við verðlaununum úr hendi forsetans Ólafs Ragnars. — Morgunblaðið/Heiddi
VÍKINGUR Heiðar Ólafsson píanóleikari hlaut Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2009, en Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Iðnó í gær.
VÍKINGUR Heiðar Ólafsson píanóleikari hlaut Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2009, en Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Iðnó í gær. Víkingur fékk áletraðan verðlaunagrip úr áli og verðlaunafé að upphæð 1 milljón króna.

Dómnefnd verðlaunanna skipa Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, sem er formaður nefndarinnar, Rannveig Rist, Sveinn Einarsson og Örnólfur Thorsson.

Víkingur Heiðar Ólafsson lauk mastersprófi frá Juilliard-listaháskólanum í New York vorið 2008. Hann hefur hlotið Íslensku tónlistarverðlaunin tvisvar sinnum: Árið 2004 í flokknum „bjartasta vonin“ og árið 2006 í flokknum „flytjandi ársins“.

Í hnotskurn
» Bjartsýnisverðlaunin voru fyrst afhent árið 1981.
» Þau voru þá kennd við upphafsmann sinn, danska athafnamanninn Peter Bröste.
» Alcan á Íslandi hf. hefur verið bakhjarl þeirra frá árinu 2000.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.