Klara Kristinsdóttir fæddist í Reykjavík 21. október 1922. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli á laugardaginn var, 2. Janúar s.l. Foreldrar hennar voru hjónin Kristinn Sófus Pálmason ölgerðarmaður frá Sæbóli á Ingjaldssandi og Einbjörg Einarsdóttir húsfreyja og kennari frá Hítardalsvöllum á Mýrum. Klara var elst sjö alsystkina, en eldri hálfsystir hennar samfeðra er Dóra, sem lifir systur sína. Yngri voru sex bræður: Jón og Pálmi eru báðir látnir, en eftir lifa þeir Einar, Kristján, Kristinn og Sigurður. Hugur Klöru hneigðist snemma til hjúkrunarnáms, og því lauk hún frá Hjúkrunarskóla Íslands árið 1946. Klara starfaði við hjúkrun á Landspítalunum fyrstu árin eftir að námi lauk. Hún festi ráð sitt á lýðveldisdaginn, hinn 17. júní árið 1949, er hún gekk að eiga Kjartan Ólafsson frá Krosshóli í Skíðadal. Foreldrar hans voru hjónin Kristjana Jónsdóttir og Ólafur Sigurðsson, er síðast bjuggu að Syðraholti í Svarfaðardal. Kjartan var þá við nám í læknisfræði við Háskóla Íslands, er hann lauk árið 1952, og 5 árum síðar lauk hann einnig námi í tannlækningum. Þau fluttust það ár, 1957, austur á Seyðisfjörð, þar sem Kjartan tók til starfa sem tannlæknir, en varð síðar einnig héraðslæknir þar í bæ. Börn Klöru og Kjartans eru þrjú: Elstur er Þorsteinn Svörfuður búsettur á Álftanesi, kona hans er Hafdís Guðmundsdóttir og eiga þau fjögur börn og jafnmörg barnabörn. Í miðið er Ólafur Kristinn, hann á heima á Seyðisfirði, er kvæntur Ólöfu Huldu Sveinsdóttur og eiga þau eina fósturdóttur, tvö börn og tvö barnabörn. Yngst er Þórunn Sólveig búsett á Akranesi, gift Friðrik Alfreðssyni. Börn þeirra eru þrjú og barnabörn tvö. Klara Kristinsdóttir var jarðsett í kyrrþey þann 8 janúar 2010, frá Fríkirkjunni í Reykjavík að eigin ósk.

Hinsta kveðja til móður minnar.

Hljóð sit ég með hönd undir kinn

hélaður framundan vegurinn,

blómin stirðnuð og stráin,

sumarsins fuglar farnir á braut

fljúga til annarra móðurskaut,

og mamma mín er dáin.

/

Þú elskaðir lífið og lærdóminn,

þig langaði að skilja tilganginn

með tilveru ljóssins og lífsins.

Veist hefur þér nú víðsýnið best

og vængirnir sem þú þráðir mest

þér fannst hér of þröngt til flugsins.

/
Þú starfaðir jafnan með umhyggju og ást,

elju og þreki er sjaldan brást,

þér nýttist jafnvel nóttin.

Þú vannst fyrir besta vininn þinn,

þú vinnur nú með honum í annað sinn

með efldan og yngdan þróttinn.

/

Af alhug færum þér ástarþökk,

á auða sætið þitt horfum klökk.

Heilsaðu föður og frændum.

Að sjá þig aftur í annað sinn

enn að komast í faðminn þinn,

við eigum eftir í vændum.

(G. Björnsson.)

Þorsteinn Kjartansson

Hinsta kveðja til móður minnar.

Hljóð sit ég með hönd undir kinn

hélaður framundan vegurinn,

blómin stirðnuð og stráin,

sumarsins fuglar farnir á braut

fljúga til annarra móðurskaut,

og mamma mín er dáin.

/

Þú elskaðir lífið og lærdóminn,

þig langaði að skilja tilganginn

með tilveru ljóssins og lífsins.

Veist hefur þér nú víðsýnið best

og vængirnir sem þú þráðir mest

þér fannst hér of þröngt til flugsins.

/
Þú starfaðir jafnan með umhyggju og ást,

elju og þreki er sjaldan brást,

þér nýttist jafnvel nóttin.

Þú vannst fyrir besta vininn þinn,

þú vinnur nú með honum í annað sinn

með efldan og yngdan þróttinn.

/

Af alhug færum þér ástarþökk,

á auða sætið þitt horfum klökk.

Heilsaðu föður og frændum.

Að sjá þig aftur í annað sinn

enn að komast í faðminn þinn,

við eigum eftir í vændum.

(G. Björnsson.)

Þorsteinn Kjartansson