27. janúar 2010 | Íþróttir | 104 orð | 1 mynd

Pavel lánaður til KR

Pavel Ermolinskij
Pavel Ermolinskij
ÍSLENSKI landsliðsmaðurinn Pavel Ermolinskij mun leika með Íslandsmeistaraliði KR í körfuknattleik það sem eftir er leiktíðar.
ÍSLENSKI landsliðsmaðurinn Pavel Ermolinskij mun leika með Íslandsmeistaraliði KR í körfuknattleik það sem eftir er leiktíðar.

Pavel er samningsbundinn spænska liðinu Caceres en KR hefur komist að samkomulagi við spænska liðið um að fá leikstjórnandann að láni. Pavel er fæddur í Rússlandi en hann flutti til Íslands þegar hann var fimm ára gamall. Faðir hans, Alexander Ermolinskij, lék með Skallagrími, ÍA, Grindavík og íslenska landsliðinu á árunum 1992-2003. Hann hefur leikið sem atvinnumaður á Spáni frá því hann var 16 ára en Pavel hélt upp á 23 ára afmæli sitt á mánudag. Hann leikur sinn fyrsta leik með KR þann 4. febrúar gegn Grindavík.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.