Kynnir Anne Hathaway.
Kynnir Anne Hathaway.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
ANNE Hathaway mun kynna tilnefningar til Óskarsverðlaunanna 2010 þann 2. febrúar næstkomandi.

ANNE Hathaway mun kynna tilnefningar til Óskarsverðlaunanna 2010 þann 2. febrúar næstkomandi. Leikkonan, sem var tilnefnd til verðlaunanna í fyrra, mun ásamt forseta akademíunnar, Tom Sherak, kynna tilnefningar í tíu af þeim tuttugu og fjórum flokkum sem tilnefnt er í.

Kynnar á verðlaunahátíðinni sjálfri verða leikararnir Steve Martin og Alec Baldwin. Það verður í fyrsta skipti síðan fyrsta Óskars-verðlaunahátíðin var haldin árið 1929 sem tveir kynnar kynna hátíðina. Martin hefur tvisvar áður verið kynnir á hátíðinni en þetta verður fyrsta skipti Baldwins.

Óskarsverðlaunin verða veitt í 82. skipti 7. mars næstkomandi. Þau sem eru talin mjög líkleg til að fá tilnefningu eru Meryl Streep fyrir Julie and Julia , Christoph Waltz fyrir Inglourious Basterds og George Clooney fyrir Up In The Air . Gagnrýnendur telja líklegt að dramamyndin Precious , sem Mariah Carey leikur m.a. í, verði valin besta myndin.