<strong>Dýrt</strong> Ef það snjóar getur þurft að bera salt fyrir tvær milljónir á göturnar.
Dýrt Ef það snjóar getur þurft að bera salt fyrir tvær milljónir á göturnar.
MARGIR eru ánægðir með hið milda veðurfar sem ríkt hefur á landinu undanfarið en þó eru fáir eins ánægðir og Guðni Hannesson, yfirverkstjóri gatnahreinsunar Reykjavíkur. Vegna hlýinda og snjóleysis sparast verulegar fjárhæðir fyrir Reykjavíkurborg.

MARGIR eru ánægðir með hið milda veðurfar sem ríkt hefur á landinu undanfarið en þó eru fáir eins ánægðir og Guðni Hannesson, yfirverkstjóri gatnahreinsunar Reykjavíkur. Vegna hlýinda og snjóleysis sparast verulegar fjárhæðir fyrir Reykjavíkurborg. Og ekki veitir af.

Á hálkudegi lætur borgin bera um 30-40 tonn af salti á göturnar en þegar hefur snjóað er um 100 tonnum eða meira sturtað á göturnar. Hvert tonn af salti kostar um 20.000 krónur þannig að ljóst er að saltdreifingin er dýr.

Saltið sem þarf á einum hálkudegi getur því kostað 600-800.000 krónur en ef það snjóar nemur kostnaðurinn tveimur milljónum eða meira. Á einu meðalári getur borgin notað um 4.000 tonn af salti fyrir um 80 milljónir. Saltið er keypt frá Spáni og hefur verðið augljóslega hækkað með gengisfallinu. „Við þökkum fyrir hvern dag sem er svona góður,“ segir Guðni.

Vegagerðarmenn eru sömuleiðis kátir. „Færðin er óvenjulega góð miðað við árstíma og hefur verið það meira og minna í allan vetur,“ segir Jón Hálfdán Jónasson hjá Vegagerðinni. Jón Hálfdán segir að það sem af er vetri hafi færðin verið verst í kringum jólin. Enn gæti þó verið von á ófærð í vetur, segir hann, enda hafi febrúar og mars oft verið erfiðir mánuðir hvað færðina varðar.