[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
KOSIÐ verður til sveitarstjórna hér á landi í maí næstkomandi. Morgunblaðið mun þangað til reglulega birta fréttir sem tengjast framboðum, prófkjörum, kosningafundum o.fl.

KOSIÐ verður til sveitarstjórna hér á landi í maí næstkomandi. Morgunblaðið mun þangað til reglulega birta fréttir sem tengjast framboðum, prófkjörum, kosningafundum o.fl.

Tólf gefa kost á sér í Garðabæ

TÓLF manns gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í Garðabæ næsta vor. Prófkjörið fer fram laugardaginn 6. febrúar nk.

Eftirtaldir aðilar gefa kost á sér: Áslaug Hulda Jónsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri og kennari, Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir, íþróttafulltrúi, Björn Már Ólafsson, nemi, Dagmar Elín Sigurðardóttir bókari, Erling Ásgeirsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi, Jóna Sæmundsdóttir lífeindafræðingur, Páll Hilmarsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi, Ragný Þóra Guðjohnsen, lögfræðingur og doktorsnemi, Sigurður Guðmundsson, lögfræðingur og forstöðumaður, Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi, Sturla Þorsteinsson grunnskólakennari og Þorvaldur Finnbjörnsson sviðsstjóri.

Helena Þ. Karlsdóttir vill 3. sæti

HELENA Þ. Karlsdóttir, lögfræðingur og bæjarfulltrúi á Akureyri, gefur kost á sér í 3. sæti í rafrænu og opnu prófkjöri Samfylkingarinnar á Akureyri sem fram fer dagana 29.-30. janúar nk.

Örn Jónasson sækist eftir 2.-4. sæti

ÖRN Jónasson viðskiptafræðingur hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sem fram fer laugardaginn 6. febrúar næstkomandi.

Valdimar sækist eftir 1. sæti

VALDIMAR O. Hermannsson, bæjarfulltrúi og oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Fjarðabyggðar, gefur kost á sér í 1. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð.

Guðmundur Rúnar stefnir á 1. sæti

GUÐMUNDUR Rúnar Árnason, bæjarfulltrúi og doktor í stjórnmálafræði, gefur kost á sér í fyrsta sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Hafnarfirði sem fram hinn 30. janúar nk.

Sigurlaug Anna stefnir á 2.-3. sæti

SIGURLAUG Anna Jóhannsdóttir verkefnisstjóri hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sem fram fer hinn 30. janúar nk.

Jón Grétar vill 7. sæti í Hafnarfirði

JÓN Grétar Þórsson, formaður Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 7. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Hafnarfirði sem fram fer hinn 30. janúar nk.

Elín Sigurðardóttir stefnir á 3.-4. sæti

ELÍN Sigurðardóttir, verkefnisstjóri og doktor í kynja- og félagsfræði, gefur kost á sér í 3.-4. sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík sem fram fer hinn 6. febrúar nk.

Hörður Þorsteinsson vill 1. sæti

HÖRÐUR Þorsteinsson, viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri, gefur kost á sér í 1. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Hafnarfirði sem fram fer hinn 30. janúar nk.

Jens Garðar vill 1. sæti í Fjarðabyggð

JENS Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Fiskimiða ehf. og bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 1. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð.

Árni Björn vill 1.-4. sæti í Hafnarfirði

ÁRNI Björn Ómarsson verkefnisstjóri hefur ákveðið að gefa kost á sér í 1.-4. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Hafnarfirði sem fram fer hinn 30. janúar nk.

Neslistinn verður með prófkjör

BÆJARMÁLAFÉLAG Seltjarnarness efnir til prófkjörs vegna vals frambjóðenda á Neslistann fyrir sveitarstjórnarkosningar í maí samkvæmt ákvörðun félagsfundar. Prófkjörið fer fram 20. febrúar næstkomandi. Framboðsfrestur rennur út á hádegi mánudaginn 1. febrúar.

Niðurstaða í prófkjörinu er bindandi fyrir tvö efstu sætin. Stjórn félagsins gerir að öðru leyti, í samvinnu við prófkjörsnefnd, tillögu um framboðslista á grundvelli niðurstöðu prófkjörsins.

Bæjarmálafélag Seltjarnarness hefur boðið fram Neslistann frá árinu 1990 og er nú með tvo bæjarfulltrúa af sjö á Seltjarnarnesi.

Heimasíða Neslistans er: http://www.xn.is