Ólafur Ragnar Grímsson
Ólafur Ragnar Grímsson
ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, þáði boð Alþjóðaefnahagsþingsins um að sitja ársþing þess í Davos í Sviss.
ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, þáði boð Alþjóðaefnahagsþingsins um að sitja ársþing þess í Davos í Sviss. Þingið hófst í gær og tók forsetinn þátt í umræðum um viðbrögð stjórnvalda við hinni alþjóðlegu fjármálakreppu og hvernig hægt væri að leggja grundvöll að auknum stöðugleika í framtíðinni. Þingið sækir fjöldi forystumanna ríkja víða að úr veröldinni, fjölmenn sveit áhrifamanna í fjármálum, atvinnulífi og fjölmiðlun, sem og margir stjórnendur viðskiptabanka og seðlabanka, segir í tilkynningu frá forsetaembættinu.