TEKIN verður ákvörðun um það eftir tvær vikur hvort atkvæðagreiðslu um Icesave-lögin verður frestað, en þá er talið að það verði orðið skýrara hvenær skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis verður tilbúin. Þetta kom fram á fundi formanna flokkanna í gær.

TEKIN verður ákvörðun um það eftir tvær vikur hvort atkvæðagreiðslu um Icesave-lögin verður frestað, en þá er talið að það verði orðið skýrara hvenær skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis verður tilbúin. Þetta kom fram á fundi formanna flokkanna í gær.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði að stjórnarandstöðuflokkarnir settu sig ekki á móti því að skýrslan yrði birt eftir kosningarnar um Icesave.

Byrjað að kjósa

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði eftir fundinn að stjórnvöld hefðu rætt við Breta og Hollendinga um hvort þjóðirnar væru tilbúnar til að ræða um nýjan Icesave-samning. Hún sagði að menn „væru að nálgast niðurstöðu“ um það mál. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla um Icesave-lögin hefst í dag. egol@mbl.is