Ólafur mætti á tvo fundi ÞAU leiðu mistök urðu, er tafla var birt yfir mætingu þeirra borgarfulltrúa sem setið hafa í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur á þessu kjörtímabili, að nafn Ólafs F. Magnússonar féll niður.

Ólafur mætti á tvo fundi

ÞAU leiðu mistök urðu, er tafla var birt yfir mætingu þeirra borgarfulltrúa sem setið hafa í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur á þessu kjörtímabili, að nafn Ólafs F. Magnússonar féll niður. Sat Ólafur tvo þeirra fjögurra funda sem haldnir voru er hann sat í stjórn OR og mælist mætingahlutfall hans því 50%. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.

Skrifaði ritgerð við HR

MISRITAÐ var í frétt um rannsókn sérstaks saksóknara á Exista í blaðinu í gær, að Pétur Steinn Guðmundsson hafi ritað meistararitgerð sína við lagadeild Háskóla Íslands. Hann stundaði nám við Háskólann í Reykjavík. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.