JAPANSKI bílaframleiðandinn Toyota hefur tilkynnt að sölu hafi verið hætt tímabundið á átta bílategundum í Bandaríkjunum vegna galla sem komið hafi í ljós. Svo virðist sem bensíngjöfin geti fest.

JAPANSKI bílaframleiðandinn Toyota hefur tilkynnt að sölu hafi verið hætt tímabundið á átta bílategundum í Bandaríkjunum vegna galla sem komið hafi í ljós. Svo virðist sem bensíngjöfin geti fest. Toyota innkallaði 2,3 milljónir bíla í Bandaríkjunum í síðustu viku vegna þessa vandamáls.

Framleiðslu bíla í fimm verksmiðjum Toyota í Bandaríkjunum verður hætt í viku í byrjun febrúar á meðan málið er rannsakað.