Endalokin Björninn var skotinn skömmu fyrir fjögur við eyðibýlið Ósland sem er nokkra kílómetra austan við Sævarland í Þistilfirði.
Endalokin Björninn var skotinn skömmu fyrir fjögur við eyðibýlið Ósland sem er nokkra kílómetra austan við Sævarland í Þistilfirði. — Ljósmynd/Gréta Bergrún Jóhannesdóttir
Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ÍSBJÖRN var felldur í Þistilfirði í gær eftir að leyfi hafði fengist hjá umhverfisráðuneytinu, að sögn lögreglunnar á Þórshöfn. Dýrið sást fyrst við býlið Sævarland.

Eftir Kristján Jónsson

kjon@mbl.is

ÍSBJÖRN var felldur í Þistilfirði í gær eftir að leyfi hafði fengist hjá umhverfisráðuneytinu, að sögn lögreglunnar á Þórshöfn. Dýrið sást fyrst við býlið Sævarland.

„Hann var frekar lítill og mér fannst hann óttalega ræfilslegur,“ segir Svanhvít Geirsdóttir á Sævarlandi. „Ég heyrði engin hljóð í honum við fjárhúsið, en hann var ekki nema um 10 metra frá mér og ég flúði inn í íbúðarhúsið, ég ætlaði alls ekki að verða á vegi hans. Maður veit aldrei hvernig þessi dýr bregðast við og þau eru fljót að hlaupa.

Hann fór í kollhnís hérna í gömlum rabarbaragarði við fjárhúsið, hefur víst rekist á girðingu. Hann hnaut bara, þetta var ekki leikur í honum, ég horfði á hann út um gluggann.“

– Veltirðu fyrir þér hvort dýrið væri mjög soltið og gæti reynt að komast inn í húsið?

„Já, ég passaði að hann myndi ekki geta náð mér. Ég fór upp á háaloft þegar ég var búin að hringja, ég hélt að hann ætlaði að dyrunum, þangað upp hefði hann ekki komist.“ | 4