Ólafur Stefánsson
Ólafur Stefánsson — Morgunblaðið/Árni Sæberg
ÓLAFUR Stefánsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, lék sinn 30. landsleik í lokakeppni EM í handknattleik þegar Ísland burstaði Rússland í Vínarborg á þriðjudaginn.

ÓLAFUR Stefánsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, lék sinn 30. landsleik í lokakeppni EM í handknattleik þegar Ísland burstaði Rússland í Vínarborg á þriðjudaginn. Hann hefur tekið þátt í öllum sex Evrópumótunum sem íslenska landsliðið hefur unnið sér keppnisrétt á frá árinu 2000, þegar keppnin fór fram í Króatíu. Ólafur hefur aðeins misst út fjóra leiki vegna meiðsla á þessum mótum, tveimur leikjum á EM 2002 og öðrum tveimur fjórum árum síðar í Sviss. iben@mbl.is