LANDHELGISGÆSLAN hefur fylgst með siglingu norska gasflutningaskipsins Arctic Princess sem kom inn í eftirlitskerfi stjórnstöðvar um 100 sjómílur austur af landinu.
LANDHELGISGÆSLAN hefur fylgst með siglingu norska gasflutningaskipsins Arctic Princess sem kom inn í eftirlitskerfi stjórnstöðvar um 100 sjómílur austur af landinu. Skipið sigldi ekki inn fyrir íslenska landhelgi en það er á siglingu frá Noregi til Bandaríkjanna. Arctic Princess er 121 þúsund tonn að stærð og 288 metrar. Það er fjórfalt stærra en íslensku varðskipin, að því er segir í tilkynningu.