Daniel C. Esty
Daniel C. Esty
ÍSLAND er í efsta sæti á lista þar sem löndum er raðað eftir frammistöðu í umhverfismálum. Landið fær þar einkunnina 93,5 af 100 mögulegum. Sérfræðingar við Yale og Columbia-háskóla í Bandaríkjunum gefa listann út á tveggja ára fresti.

ÍSLAND er í efsta sæti á lista þar sem löndum er raðað eftir frammistöðu í umhverfismálum. Landið fær þar einkunnina 93,5 af 100 mögulegum.

Sérfræðingar við Yale og Columbia-háskóla í Bandaríkjunum gefa listann út á tveggja ára fresti.

Að sögn The New York Times er góð frammistaða Íslands einkum rakin til þess að nánast öll orkan sem notuð er í landinu komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Blaðið hefur eftir Daniel C. Esty, einum sérfræðinganna við Yale-háskóla, að efnahagshrunið á Íslandi kunni einnig að hafa stuðlað að því að landið kom svo vel út úr matinu.

Listinn byggist að miklu leyti á upplýsingum sem ríkin senda sjálf Sameinuðu þjóðunum og Alþjóðabankanum. M.a. er lagt mat á verndun heimkynna dýra og jurta, árangur í baráttunni gegn loftmengun og skógrækt. Hægt er að lesa listann á vefsíðu Yale: epi.yale.edu.