Óp-hópurinn Býður upp á einsöng og samsöngsatriði úr þekktum óperum á óperettukvöldi í tónlistarsetrinu á Stokkalæk á föstudag.
Óp-hópurinn Býður upp á einsöng og samsöngsatriði úr þekktum óperum á óperettukvöldi í tónlistarsetrinu á Stokkalæk á föstudag.
Á STOKKALÆK á Rangárvöllum reka hjónin Inga Ásta og Pétur Hafstein tónlistarsetur, Selið, en tilgangur þess er fyrst og fremst að styrkja unga íslenska nema í klassískri tónlist til að efla færni sína og menntun og gefa þeim kost á að iðka tónlist sína...

Á STOKKALÆK á Rangárvöllum reka hjónin Inga Ásta og Pétur Hafstein tónlistarsetur, Selið, en tilgangur þess er fyrst og fremst að styrkja unga íslenska nema í klassískri tónlist til að efla færni sína og menntun og gefa þeim kost á að iðka tónlist sína í fögru umhverfi.

Um næstu helgi verður haldin þar sannkölluð sönghelgi með tónleikum á föstudag og sunnudag.

Á föstudaginn kl. 20 heldur Óp-hópurinn óperettukvöld með einsöng og samsöngsatriðum úr þekktum óperum á efnisskránni, en Óp-hópinn skipa þau Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópran, Erla Björg Kára- dóttir sópran, Hörn Hrafnsdóttir messósópran, Jóhanna Héðinsdóttir messósópran, Jón Svavar Jósefsson barítón, Rósalind Gísladóttir messósópran og Rúnar Þór Guðmundsson tenór. Antonía Hevesi leikur með hópnum á píanó.

Á sunnudaginn kl. 20 halda þau Bjarni Thor Kristinsson bassasöngvari og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari síðan tónleika í Selinu sem þau nefna Á niðurleið , en á dagskránni verða aríur, ljóð og sönglög sem mörg leita alldjúpt á raddsviðið.

Miðapantanir á báða tónleikana eru í síma 4875512 eða 8645870, en Selið er í um 100 km fjarlægð frá Reykjavík. arnim@mbl.is