Í nýjasta tímariti kvikmyndablaðsins Filmmaker Magazine er tekið saman álit lesenda blaðsins á því sem stóð upp úr á áratuginum og var klipping Valdísar Óskarsdóttur á Eternal Sunshine of the Spotless Mind valin sem besta klipping áratugarins.
Í nýjasta tímariti kvikmyndablaðsins Filmmaker Magazine er tekið saman álit lesenda blaðsins á því sem stóð upp úr á áratuginum og var klipping Valdísar Óskarsdóttur á Eternal Sunshine of the Spotless Mind valin sem besta klipping áratugarins. Valdís er annars að leggja lokahönd á klippinguna á Kóngavegi 7 um þessar mundir, en hún verður frumsýnd 26. mars.