Færeyjar Føroya banki spáir sér 3,6-3,9 ma. kr. hagnaði fyrir árið 2009.
Færeyjar Føroya banki spáir sér 3,6-3,9 ma. kr. hagnaði fyrir árið 2009. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
FØROYA banki hefur sent frá sér tilkynningu til kauphallar um að hagnaður sem var spáð fyrir árið 2009 verði nokkru minni en áður hafði verið tilkynnt.

FØROYA banki hefur sent frá sér tilkynningu til kauphallar um að hagnaður sem var spáð fyrir árið 2009 verði nokkru minni en áður hafði verið tilkynnt. Nú áætlar bankinn að hagnaður fyrir skatta, endurmat og gjöld sem tengjast innistæðutryggingasjóði Danmerkur verði á bilinu 150-160 milljónir danskra króna, eða 3,6-3,9 milljarðar íslenskra króna. Áður hafði spáin hljóðað upp á 165-190 milljónir danskra króna.

ivarpall@mbl.is