Arctic Monkeys Alex Turner.
Arctic Monkeys Alex Turner.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
TILNEFNINGAR til NME-tónlistarverðlaunanna voru nýlega kynntar. Það er hljómsveitin Arctic Monkeys sem fer fremst í flokki með flestar tilnefningar, eða sex talsins. Kasabian fylgir þeim fast eftir með fimm tilnefningar.

TILNEFNINGAR til NME-tónlistarverðlaunanna voru nýlega kynntar. Það er hljómsveitin Arctic Monkeys sem fer fremst í flokki með flestar tilnefningar, eða sex talsins. Kasabian fylgir þeim fast eftir með fimm tilnefningar. Hljómsveitirnar tvær eigast við í flokkunum besta breska hljómsveitin, besta tónleikabandið, besta platan, besta myndbandið og í nýjum flokki þar sem veitt eru verðlaun fyrir þá hljómsveit sem er í bestum tengslum við aðdáendur sína. Arctic Monkeys eru einnig tilnefndir fyrir besta lagið, „Crying Lightning“.

Þrátt fyrir að hljómsveitin hafi hætt á síðasta ári er Oasis tilnefnd til þrennra verðlauna. Oasis var valin besta hljómsveitin á verðlaununum í fyrra, kosin af lesendum tónlistartímaritsins. Muse er tilnefnd til fernra verðlauna en ásamt Kasabian, Arctic Monkeys, Oasis og Biffy Clyro er Muse tilnefnd í flokknum besta hljómsveitin.

Green Day, Kings of Leon, Paramore, Vampire Weekend og Yeah Yeah Yeahs eru tilnefndar sem besta alþjóðlega hljómsveitin.

Í flokki bestu sólólistamannana eru m.a. tilnefndar Florence and the Machine og Lady GaGa. NME-verðlaunin fara fram í Brixton Academy í London 24. febrúar.