Yfirheyrður Ágúst Guðmundsson vildi lítið segja þegar hann kom úr yfirheyrslu hjá saksóknara síðdegis í gær.
Yfirheyrður Ágúst Guðmundsson vildi lítið segja þegar hann kom úr yfirheyrslu hjá saksóknara síðdegis í gær. — Morgunblaðið/Ómar
STARFSMENN embættis sérstaks saksóknara yfirheyrðu í gær Lýð og Ágúst Guðmundssyni, forsvarsmenn Exista, en í fyrradag voru gerðar umfangsmiklar húsleitir hjá Exista, Bakkavör og fleiri aðilum vegna gruns um lögbrot.

STARFSMENN embættis sérstaks saksóknara yfirheyrðu í gær Lýð og Ágúst Guðmundssyni, forsvarsmenn Exista, en í fyrradag voru gerðar umfangsmiklar húsleitir hjá Exista, Bakkavör og fleiri aðilum vegna gruns um lögbrot.

Efnahagsdeild ríkislögreglustjóra lánaði yfirheyrsluherbergi og þar var Lýður Guðmundsson yfirheyrður. Ágúst, bróðir hans, var yfirheyrður hjá embætti sérstaks saksóknara við Laugaveg. Eftir því sem næst verður komist hafa forstjórar Exista, þeir Erlendur Hjaltason og Sigurður Valtýsson, ekki enn verið yfirheyrðir.

Ágúst vildi lítið segja við fréttamenn þegar yfirheyrslu lauk í gær. Hann sagði þó að hann hefði ekki brotið nein lög og að hann væri ekki í farbanni. egol@mbl.is