SAMDRÁTTUR í farþegaflugi í heiminum nam 3,5% á síðasta ári og fragtflutningar drógust saman um 10,1%, samkvæmt tölum, sem Alþjóðaflugþjónustusambandið birti í gær. Er þetta mesti samdráttur sem mælst hefur á einu ári frá 1945.

SAMDRÁTTUR í farþegaflugi í heiminum nam 3,5% á síðasta ári og fragtflutningar drógust saman um 10,1%, samkvæmt tölum, sem Alþjóðaflugþjónustusambandið birti í gær. Er þetta mesti samdráttur sem mælst hefur á einu ári frá 1945.

Giovanni Bisignani, framkvæmdastjóri sambandsins, sagði að 2,5 ára vöxtur í farþegaflutningum hefði tapast á síðasta ári og 3,5 ára vöxtur í fragtflutningum.