Róbert Gunnarsson
Róbert Gunnarsson — Morgunblaðið/Árni Sæberg
LÍNUMAÐURINN sterki Róbert Gunnarsson er nú orðinn jafn Patreki Jóhannessyni sem fjórði markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins í lokakeppni EM með 57 mörk.

LÍNUMAÐURINN sterki Róbert Gunnarsson er nú orðinn jafn Patreki Jóhannessyni sem fjórði markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins í lokakeppni EM með 57 mörk. Róbert hefur skorað mörk sín í 18 leikjum en Patrekur tók þátt í 16 leikjum í lokakeppni EM á sínum ferli, 2000, 2002 og 2004. Róbert lék sinn fyrsta EM gegn Tékkum, 30:30, EM í Slóveníu fyrir sex árum. Það var lokaleikur Íslands af þremur í keppninni í það skiptið. Róbert hefur ekki tapað úr leik frá þeim tíma í lokakeppni EM. Fast á hæla Róberti og Patreki kemur Alexander Petersson með 55 EM mörk í 15 leikjum. iben@mbl.is